Fréttasafn



9. feb. 2017 Almennar fréttir

Átta bjóða sig fram í fjögur stjórnarsæti SI

Framboðsfrestur til stjórnar Samtaka iðnaðarins er liðinn. Guðrún Hafsteinsdóttir er ein í framboði til formanns. Kosið er um fjögur önnur stjórnarsæti og bárust framboð frá eftirfarandi:

  • Bergþóra Þorkelsdóttir, ÍSAM
  • Guðmundur Viðarsson, ljósmyndari
  • Hólmar Svansson, Sæplast
  • Katrín Pétursdóttir, Lýsi
  • Lárus Andri Jónsson, Rafþjónustan
  • Óskar H. Auðunsson, Trefjar
  • Ragnar Guðmundsson, Norðurál
  • Sigurður R. Ragnarsson, ÍAV


Aðalfundur SI verður haldinn fimmtudaginn 9. mars og kosning sem er rafræn hefst 21. febrúar.