Fréttasafn22. jún. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Menntun

Tólf nýsveinar útskrifaðir

Hópur nýsveina var útskrifaður úr prentsmíði, bókbandi og prentun í gær hjá IÐUNNI fræðslusetri. Nýsveinarnir tóku við sveinsbréfum sínum við það tilefni en um er að ræða átta prentsmiði/grafíska miðlara, þrjá prentara og einn bókbindara sem öll tóku við sveinsbréfum sínum. Viðurkenningu fyrir góðan árangur á sveinsprófi fengu Anna Margrét Konráðsdóttir í bókbandi, Haraldur Örn Arnarson í prentsmíði og Sigurjón Daði Sigurðsson í prentun.0R7B5279

0R7B5292

0R7B5273

Fleiri myndir eru á Facebook-síðu Upplýsingatækniskólans.