Fréttasafn



8. jún. 2018 Almennar fréttir

Atvinnuþátttaka ungs fólks með geðraskanir til umræðu

Á fundi SA og SI sem haldinn var í gær í Húsi atvinnulífsins var rætt um atvinnuþátttöku ungs fólks með geðraskanir. Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu, var fundarstjóri. 

Nanna Briem hjá geðsviði Landsspítalans og Hlynur Jónasson, atvinnuráðgjafi, kynntu hugmyndafræði sem liggur að baki IPS (Individual Supported Employment) sem byggist fyrst og fremst á því að finna góð störf og vandaða vinnustaði með hliðsjón af áhugasviði og hæfileikum einstaklings með geðraskanir. Gert er ráð fyrir stuðningi fyrsta árið eftir að viðkomandi hefur störf og jafnvel lengur ef þurfa þykir. Fram kom að góður árangur hafi náðst. Þá voru fengnir tveir aðilar úr atvinnulífinu til að segja frá reynslu sinni af verkefninu, þeir Þór Sigfússon frá Sjávarklasanum og Kjartan Þórisson frá Borgarleihúsinu.

Fundur5-07-06-2018Héðinn Unnsteinsson var fundarstjóri.

Nanna Briem hjá geðsviði Landsspítalans.

Fundur2-07-06-2018Hlynur Jónasson, atvinnuráðgjafi.

Fundur-07-06-2018Þór Sigfússon frá Sjávarklasanum.