Fréttasafn



22. sep. 2022 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Auðlind vex af auðlind

Auðlind vex af auðlind er yfirskrift Umhverfisdags atvinnulífsins verður miðvikudaginn 5. október í Hörpu Norðurljósum kl. 9.00-10.30.  Húsið opnar kl. 8.30 með morgunhressingu. Hér er hægt að skrá sig.

Dagskrá lýkur með Umhverfisverðlaunum atvinnulífsins sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhendir. Við tekur tengslamyndun og léttar veitingar fyrir fundargesti til kl. 11.00.  

Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. 

Dagskrá  

  • Setning  - Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins 
  • Ávarp  - Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra  
  • Í átt að kolefnishlutleysi   - Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi  
  • Pallborð - Anna Þórdís Rafnsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærni hjá Kviku og varaformaður Iceland SIF  og Björk Kristjánsdóttir, forstjóri Carbon Recycling International (CRI)  
  • Höfum við tíma til að bíða lengur?  - Berglind Ósk Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá BYKO  
  •  Ný viðmið í sjávarútvegi - Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísi hf. 
  • Hringrás auðlinda – magn er málið  - Dagný Jónsdóttir, forstöðumaður Auðlindagarðs HS Orku. 
  • Pallborð  - Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins , Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel, Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherji fiskeldi  

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2022 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaun fyrir Umhverfisfyrirtæki ársins og Umhverfisframtak ársins. 

Dagurinn er sameiginlegt verkefni SA, SI, SAF, Samorku, SFF, SFS og SVÞ. Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi hringrásarhagkerfinu.

NM-012643-Umhverfisdagurinn-2022-dagskra-heilsida-255x380

NM-012292-Umhverfisdagurinn-2022-dagskra-SoMe-1080x1080-A