Fréttasafn



12. jún. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Aukið framboð á húsnæði stuðlar að stöðugra verðlagi

Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í fréttum Stöðvar 2 um ný hlutdeildarlán ríkisins sem kynnt hafa verið en því tengt er stefnt að byggingu 400 hagkvæmra íbúða á ári næstu 10 árin. 

Sigurður segir að með því að byggja svona margar íbúðir næstu 10 árin verði hægt að draga úr sveiflum á byggingamarkaðnum. „Þarna er verið að auka framboð á húsnæði á meðan að flest önnur úrræði sem við höfum séð í gegnum tíðina hafa hvatt til aukinnar eftirspurnar sem hefur oftar en ekki leitt til hærra verðs. Þannig að með því að auka framboðið þá er líka verið að stuðla að stöðugra verðlagi á húsnæðismarkaðnum,“ segir Sigurður. 

Á vef Vísis er hægt að horfa á fréttina.

Stod-2-11-06-2020-1-