Fréttasafn



5. sep. 2025 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Aukinn undirbúningur opinberra innkaupaaðila lykilatriði

Samtök iðnaðarins tóku þátt í ráðstefnu Lögfræðingafélagsins „Straumar og stefnur í opinberum innkaupum“ sem haldin var 3. september sl.  Ráðstefnan var haldin í samstarfi við Isavia, Lagastoð lögfræðiþjónustu og norsku lögfræðistofuna Arntzen de Besche.

Lilja Björk Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, flutti erindið „Aukin skilvirkni útboða - tækifæri og áskoranir frá sjónarhorni bjóðenda“ þar sem hún fór yfir aðkomu SI að útboðsmálum, helstu tækifæri og áskoranir í málaflokknum. 

Í erindi sínu kom Lilja inn á mikilvægi fullnægjandi undirbúnings útboða, ávinning markaðskannana og þörfina fyrir aukið samræmi milli útboðsaðila hvað varðar gagnaskil. Þá lagði hún áherslu á að opinberir innkaupaaðilar gættu að hófsemi hvað varðar kröfur og hæfisskilyrði miðað við eðli og umfang verka til að tryggja m.a. nýliðun og vöxt fyrirtækja. Með henni voru Sunna Ósk Kristinsdóttir, rekstrarstjóri hjá Verkís og Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, sem sögðu frá reynslu sinna fyrirtækja við að taka þátt í útboðum. 

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um ráðstefnuna.

1757066012149Lilja Björk Guðmundsdóttir, Sunna Ósk Kristinsdóttir  og Atli Þór Jóhannsson.