Fréttasafn11. nóv. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Ávinningur PPP til umfjöllunar á ráðstefnu

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, verður meðal framsögumanna á ráðstefnu Regins og Deloitte þar sem fjallað verður um ávinning samstarfsverkefna eða PPP (Public Private Partnership). Ráðstefnan fer fram miðvikudaginn næstkomandi 13. nóvember kl. 8.30-10.45 í Kaldalóni í Hörpu. Fundarstjóri er Dagbjört E. Einarsdóttir, yfirlögfræðingur Regins.

Dagskrá

  • Setning ráðstefnu/Samningaform til framtíðar - Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.
  • Raunhæfur valkostur ríkis og sveitarfélaga - Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, sviðsstjóri fjármálaráðgjafar Deloitte
  • Öflun leigusamninga fyrir ríkisfyrirtæki - Örn Baldursson, sviðsstjóri fagsviðs frumathugana og áætlunargerðar FSR
  • Egilshöll/Fjölbreytileiki til ávinnings - Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Egilshallar
  • Why should the public sector use PPP / Experience from Denmark - Rikke Danielsen, PPP Advisory Leader, Deloitte Nordic
  • Tækifæri til samvinnuleiða á Íslandi - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI

PPP_bodskort