Fréttasafn



9. júl. 2025 Almennar fréttir Mannvirki

Bæði ríki og sveitarfélög þurfa að liðka fyrir íbúðauppbyggingu

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir í umfjöllun Morgunblaðsins um nýja greiningu SI um væntanlega umtalsverða fækkun íbúða í byggingu að niðurstöðurnar dragi fram að í hagtölum Hagstofunnar virðist íbúðafjárfesting hafa verið ofmetin. „Þetta hefur áhrif á ýmsa þætti, eins og til dæmis stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans,“ segir Sigurður um afleiðingar ofmatsins. 

Sigurður segir jafnframt í Morgunblaðinu að bæði ríki og sveitarfélög þurfi að grípa inn í til þess að liðka fyrir íbúðauppbyggingu. „Ríkið þarf að huga að lóðum sem það á sjálft og einnig einfalda regluverk. Sveitarfélög þurfa að gera betur þegar kemur að því að úthluta lóðum og einnig þarf að flýta fyrir ákvörðunum og leyfisveitingum.“

Morgunblaðið, 9. júlí 2025.

Morgunbladid-09-07-2025