Bæði ríki og sveitarfélög þurfa að liðka fyrir íbúðauppbyggingu
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir í umfjöllun Morgunblaðsins um nýja greiningu SI um væntanlega umtalsverða fækkun íbúða í byggingu að niðurstöðurnar dragi fram að í hagtölum Hagstofunnar virðist íbúðafjárfesting hafa verið ofmetin. „Þetta hefur áhrif á ýmsa þætti, eins og til dæmis stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans,“ segir Sigurður um afleiðingar ofmatsins.
Sigurður segir jafnframt í Morgunblaðinu að bæði ríki og sveitarfélög þurfi að grípa inn í til þess að liðka fyrir íbúðauppbyggingu. „Ríkið þarf að huga að lóðum sem það á sjálft og einnig einfalda regluverk. Sveitarfélög þurfa að gera betur þegar kemur að því að úthluta lóðum og einnig þarf að flýta fyrir ákvörðunum og leyfisveitingum.“
Morgunblaðið, 9. júlí 2025.