Fréttasafn



5. maí 2016 Iðnaður og hugverk

Bakarar selja brjóstabollur um mæðradagshelgina

Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina, dagana 6.-8. maí. Bollusalan er til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Sala á brjóstabollum, til styrktar Göngum saman er orðinn árviss viðburður í bakaríum um mæðradagshelgina.

Brjóstabollan í ár er gómsæt rjómabolla með berjafyllingu. Í tilefni verkefnisins verða búðir félagsmanna skreyttar með bleikum blöðrum og veggspjöldum um mæðradagshelgina.

Styrktarfélagið Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar. Félagið efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á mæðradaginn, sunnudaginn 8. maí. Allar göngur hefjast kl. 11 og nánari upplýsingar um hvern stað er að finna á vefnum www.gongumsaman.is.

Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að bjóða starfsmönnum upp á bollur með kaffinu á föstudag og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt í mæðradagsgöngum og gæða sér á brjóstabollum um helgina.  

Eftirtalin bakarí selja brjóstabollur um mæðradagshelgina:

Bakarameistarinn, Austurveri, Glæsibæ, Húsgagnahöllinni, Mjódd og Suðurveri Reykjavík og  Smáratorgi, Kópavogi.

Bakarinn, Ísafirði

Björnsbakarí, Austurströnd, Dalbraut, Fálkagötu, Hringbraut og Lönguhlíð Reykjavík

Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. Akureyri

Geirabakarí, Borgarnesi

Guðnabakarí, Selfossi

Hjá Jóa Fel. Garðatorgi, Garðabæ, Holtavegi, JL húsinu og Kringlunni Reykjavík og Smáralind, Kópavogi

Okkar bakarí, Iðnbúð og Strikinu Garðabæ

Vort daglegt brauð, Strandgötu, Hafnarfirði

Kökuhornið, Bæjarlind, Kópavogi

Mosfellsbakarí, Háleitisbraut, Reykjavík og Mosfellsbæ

Reynir bakari, Dalvegi og Hamraborg, Kópavogi