Fréttasafn



17. apr. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Bein útsending frá fundi um íbúðamarkaðinn

Bein útsending er frá fundi Samtaka iðnaðarins sem hefst kl. 8.30. Íbúðamarkaður á krossgötum er yfirskrift fundarins sem haldinn er í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík.

Á fundinum verður farið yfir stöðuna á íbúðamarkaðnum, framtíðarhorfur og nauðsynleg skref til úrbóta. Með fjölgun landsmanna og auknum umsvifum í hagkerfinu hefur myndast mikil spurn eftir húsnæði. Á fundinum verða kynntar niðurstöður nýrrar talningar SI á íbúðum í byggingu og spá um íbúðabyggingar til ársins 2020. Farið verður yfir hvaða leiðir eru færar til að mæta aukinni eftirspurn og skoða á hvort sagan geti kennt okkur hvernig megi bregðast við. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekur þátt í pallborðsumræðum að loknum erindum.

Fundarstjóri er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.

Dagskrá

  • Ný íbúðatalning SI - Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri byggingariðnaðar á mannvirkjasviði SI
  • Framtíð íbúðamarkaðarins - Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI
  • Við höfum gert þetta áður - Pétur Ármannsson, arkitekt
  • Stöðugleiki með öðru skipulagi - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Frá hugmynd að veruleika - Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI
  • Leiðir til lausna – pallborðsumræður
    • Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
    • Gylfi Gíslason, forstjóri JÁVERK
    • Helgi Már Halldórsson, ASK arkitektar, formaður SAMARK
    • Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Mannvits

Hér er hægt að fylgjast með beinu útsendingunni:

 

https://www.youtube.com/watch?v=7BPdTCfI4KE