Bein útsending frá fundi um stöðu Íslands í gervigreindarkapphlaupi
Bein útsending verður frá opnum fundi Samtaka iðnaðarins um þróun og áhrif gervigreindar í heiminum og stöðu Íslands í gervigreindarkapphlaupinu, tækifærin sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir og áskoranir. Fundurinn sem fer fram í Gósku hefst kl. 12 og stendur til kl. 13.30. Aðalfyrirlesari er William Barney, formaður Pacific Telecommunications Council. Hann hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga á sviði fjarskipta og gagnatenginga.
Þátttakendur í dagskránni eru:
- Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
- Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra
- William Barney, formaður Pacific Telecommunications Council
- Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP Games
- Sigríður Snævarr, fv. sendiherra
- Björn Brynjúlfsson, forstjóri Borealis Data Center
- Róbert Helgason, framkvæmdastjóri Fordæmi
- Hinrik Jósafat Atlason, framkvæmdastjóri Atlas primer
- Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi
- Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá SI
- Gunnar Sigurðarson, viðskipastjóri hjá SI
- Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI
Hér er hægt að nálgast beina útsendingu:
Viðskiptablaðið, 17. október 2025.