Fréttasafn18. sep. 2020 Almennar fréttir Nýsköpun

Bein útsending frá Iðnþingi 2020

Nýsköpun er leiðin fram á við er yfirskrift Iðnþings 2020 sem verður vegna samkomutakmarkana í beinni útsending á mbl.is og visir.is í dag kl. 13.00-14.30. 

Landsmönnum öllum er boðið á Iðnþingið en samtökin vilja leggja sitt af mörkum til að hvetja til nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífsins nú þegar þörf er á viðspyrnu í efnahagslífinu. Á Iðnþingi 2020 verður kastljósinu beint að því hvernig við mætum áskorunum um fjölgun nýrra starfa. Þar gegnir nýsköpun veigamiklu hlutverki, hvort heldur er í rótgrónum fyrirtækjum eða nýjum sprotafyrirtækjum. Tækifærin liggja víða og á þinginu verður horft til þess hvernig nýsköpun getur drifið vöxt framtíðar.

Dagskrá

  • Fundarstjórn - Logi Bergmann 
  • Ávarp - Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Áskoranir um fjölgun starfa - Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI
  • Ávarp - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Umræður I - Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, aðstoðarforstjóri CRI og Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV
  • Umræður II - Sesselja Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri lyfjagreiningardeildar Alvotech, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, og Ágústa Guðmundsdóttir, annar tveggja stofnenda Zymetech
  • Samantekt - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Á milli dagskrárliða er vitnað til orða nokkurra forkólfa í íslenskum iðnaði.  

Hér er hægt að fylgjast með útsendingunni:

https://player.vimeo.com/video/459290737

Bein útsending á mbl.is:  https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2020/09/18/bein_utsending_idnthing_2020/

Bein útsending á visir.is:  https://www.visir.is/g/20202013809d/bein-ut-sending-idn-thing-2020

Idnthing-auglysing_loka