Bein útsending frá ráðstefnu um brunavarnir
Fjölmennt var á ráðstefnunni Brunavarnir og öryggi til framtíðar - samhæfð viðbrögð, lagaumgjörð og hlutverk stofnana og atvinnulífs sem fór fram 4. september á Grand Hótel Reykjavík. Á vef SFF er hægt að nálgast upptöku af ráðstefnunni.
Fimm ár eru liðin frá eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg þar sem veikleikar í kerfum og regluverki komu skýrt í ljós. Í kjölfarið hófst víðtæk umbótavinna þar sem stofnanir og atvinnulíf tóku höndum saman með það markmið að efla öryggi og bæta eftirlit. Að ráðstefnunni standa Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Samtök iðnaðarins.
Farið verður yfir helstu lærdóma síðustu fimm ára, hvaða breytingar hafa orðið á regluverki, ábyrgðarskiptingu og framtíðaráskoranir í brunavörnum.
Meðal spurninga sem leitast verður við að svara á ráðstefnunni:
- Hvernig stöndum við á Íslandi þegar kemur að brunvörnum?
- Hvert er umfang bruna og brunatjóna á Íslandi?
- Hvað eru tækifæri til að gera betur á þessu sviði hér á landi?
Fyrirlesarar á ráðstefnunni:
- Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra
- Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra
- Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og framkvæmdastjóri Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins - Hvað ef ég hefði…? - Samfélagsleg ábyrgð okkar allra
- Regína Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri brunavarna- og markaðseftirlitssviðs HMS - Bræðraborgarstígur fimm árum síðar - frá harmleik til umbóta.
- Birgir Viðarsson, framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar hjá Sjóvá.
- Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS - Brunabótamat - öryggi almennings vegna fjárhagslegs tjóns af völdum bruna.
- Guðni I. Pálsson, brunahönnuður hjá COWI, Brunahönnun bygginga - lærdómur, áskoranir og tækifæri
- Fundarstjóri: Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF
Myndir/HAG
Hægt er að nálgast fleiri myndir frá ráðstefnunni á Facebook SI.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og framkvæmdastjóri Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins.
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF.
Birgir Viðarsson, framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar hjá Sjóvá.
Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS.
Regína Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri brunavarna- og markaðseftirlitssviðs HMS.
mbl.is, 4. september 2025.
mbl.is, 4. september 2025.
Kastljós RÚV, 4. september 2025.