Fréttasafn



24. nóv. 2025 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Bein útsending frá Umhverfisdegi atvinnulífsins 2025

Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025 fer fram í tíunda sinn í dag á Hilton Reykjavík Nordica kl. 9-11.30 undir yfirskriftinni Frá yfirlýsingum til árangurs. Dagurinn er sameiginlegt verkefni SA, SI, SVÞ, SAF, SFS, SFF og Samorku.

Dagurinn er byggður upp af tveimur lotum. Fyrri lotan tekur á gagnsæi sem forsendu trúverðugleika. Þar flytur erindi Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sitja í pallborði undir stjórn Lovísu Árnadóttur, upplýsingafulltrúa Samorku. Eiríkur Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Landfara, og Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segja okkur einnig frá sinni sýn.

Síðari lotan fjallar um samkeppnishæfni Íslands í ljósi umhverfisstefnu ESB og hefst með erindi Ágústu Ýrar Þorbergsdóttur, eins eiganda KREAB. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra, Vigdís Diljá Óskardóttir, stjórnandi samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli og Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands setjast að því lokni í pallborð hjá Lovísu Árnadóttur. Þá fáum við stutt erindi frá Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, Jóhönnu Hlín Auðunsdóttur, forstöðumanni loftslags- og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun og Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.

Að lokum verða Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025 veitt umhverfisfyrirtæki ársins 2025, umhverfisframtaki ársins 2025 auk þess sem framsækin fyrirtæki á sviði umhverfis- og loftslagsmála fá sérstök hvatningarverðlaun.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, setur daginn og flytur lokaorð.

Hér er hægt að fylgjast með beinni útsendingu:

https://vimeo.com/event/5528245/embed/f7841f83b0/interaction