Benda á flækjustigið í húsnæðismálum á hnyttinn hátt
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir á mbl.is um nýja jólaauglýsingu SI að ætlunin sé að benda á hnyttinn hátt á flækjustigið sem snúi að regluverki og skipulagsmálum í húsnæðismálum og í atvinnulífinu almennt. Hann bendir á að burtséð frá þungu regluverki þurfi sveitarfélög að líta í eigin barm þegar komi að þeim vandamálum sem uppi eru í húsnæðismálum hér á landi. „Regluverkið er eitt en hins vegar er það bara framkvæmdin hjá sveitarfélögunum varðandi til dæmis skipulagsmál þar sem gerðar eru kröfur sem fólki finnst furðulegar oft og tíðum. Í frétt mbl.is kemur fram að Sigurður telji ríkisstjórnina vera af vilja gerða til að einfalda regluverk verulega. „Það er mikill vilji til þess og það er vinna í gangi og við höfum verið í góðum samskiptum við núverandi ríkisstjórn og þá fyrri um það. Ég er sannfærður um að það verði bætt úr þessu.“ Ítrekar hann þó að það dugi ekki til að einfalda bara regluverk heldur þurfi sveitarfélögin líka að líta í eigin barm. „Stærstu málin eru hjá sveitarfélaginu sem snúa að lóðaframboði og íþyngjandi skilmálum í skipulagi. Þetta snýr einnig að gjaldtöku hjá sveitarfélögum, gatnagerðargjöld hafa hækkað mikið. Sveitarfélögin þurfa að horfa til þess hvernig þau geti stuðlað að stöðugum húsnæðismarkaði, þetta er auðvitað samvinnuverkefni.“
Hér er hægt að nálgast fréttina í heilu lagi.
mbl.is, 6. desember 2025.
Hér er hægt að nálgast auglýsinguna:
https://www.youtube.com/watch?v=qYEkXH-V6_w

