Fréttasafn29. jan. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Besta fjárfesting í hönnun til 66°Norður

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, afhendi viðurkenninguna Besta fjárfesting í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2020. Það var fyrirtækið 66°Norður sem hlaut viðurkenninguna. Í máli Sigurðar kom fram að með þessari viðurkenningu sé ætlunin að draga fram mikilvægi þess að hönnun sé höfð að leiðarljósi frá upphafi verka með það að markmiði að auka verðmætasköpun og styrkja samkeppnishæfni. Um leið sé viðurkenningin hvatning til fyrirtækja að nýta hönnun til að ná forskoti í samkeppni. Við valið sé horft til þess að hönnunin sé einstök og framúrskarandi. Nánar um Bestu fjárfestingu í hönnun á Vísi.

Viðurkenningarathöfnin fór fram í beinu streymi á Vísi.

66N_2021Bjarney Harðardóttir og Helgi Rúnar Óskarsson ásamt hönnunarteymi fyrirtækisins.

Studio Granda fyrir Dranga hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2020

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fóru til Studio Granda vegna verkefnisins Drangar sem er nýtt gistiheimili byggt á gömlum grunni, staðsett á Snæfellsnesi. Nánar um Hönnunarverðlaun Íslands 2020 á Vísi.

Studio-GrandaArkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer tóku við verðlaununum.

Kristin-ThorkelsdottirHeiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands hlaut Kristín Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður. Heiðursverðlaun er viðurkenning veitt einstaklingi sem þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi. Nánar um heiðursverðlaunin á Vísi.

Sigridur-SigurjonsdottirSigríður Sigurjónsdóttir, formaður dómnefndar, tilkynnti um úrslitin. 

Dómnefndina skipuðu:

  • Sigríður Sigurjónsdóttir formaður, Hönnunarsafn íslands
  • Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, LHÍ
  • Sigrún Unnarsdóttir, fatahönnuður MH&A
  • Þorleifur Gíslason, grafískur hönnuður MH&A
  • Paul Bennett, hönnunarstjóri IDEO, MH&A
  • Margrét Kristín Sigurðardóttir, SI
  • Hörður Lárusson, grafískur hönnuður MH&A
  • Sigrún Birgisdóttir, arkitekt, LHÍ