Fréttasafn13. mar. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Bjarg fer ekki hefðbundnar leiðir við íbúðauppbyggingu

Ástæða þess að Bjarg íbúðafélag hefur ekki boðið út verkefni er að ákveðið hefur verið að fara svokallaða „partnering-leið“ við hönnun. Það er því ekki verið að fara hefðbundnar leiðir þar sem eignir eru hannað fyrst og svo eru verkin boðin út. Svokölluð „partnering-leið“ hefur þess í stað verið notuð en hún á sér fyrirmyndir í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og nú einnig í Finnlandi. Bjarg hefur því aðalverktaka með í ráðum strax frá upphafi og gerir við hann ráðgjafarsamning. Ef út úr því ferli kemur hús sem hægt er að byggja þá er Bjarg skuldbundið að gera samning við umræddan verktaka og er gerður samningur um föst kaup. Þetta kom meðal annars fram í máli Björns Traustasonar, framkvæmdastjóra Bjargs, á fundi sem haldinn var á vegum Samtaka iðnaðarins fyrir fullum sal í Húsi atvinnulífsins í gær. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, var fundarstjóri. 

Gerð krafa um hagkvæmar aðferðir við íbúðabyggingar

Bjarg íbúðarfélag áformar að byggja 1.400 íbúðir á fjórum árum. Nú þegar er búið að gera viljayfirlýsing fyrir um 1.300 íbúðir en af þeim eru 1.000 í Reykjavík. Á fundinum fór Björn yfir verkefni félagsins og framtíðaráform. Hann sagði meðal annars frá þeim kvöðum sem fylgja því að fá stofnframlög til uppbyggingar en gerð er krafa um hagkvæmar aðferðir við íbúðabyggingar í því skyni að lækka byggingarkostnað. Í máli hans kom fram að félagið hefði á sínum tíma getað staðið betur að undirbúningi en að nú sé leitast við að bæta úr því með því að auglýsa aftur eftir samstarfsaðilum.

Það var Bjarg íbúðafélag sem óskaði eftir aðkomu Samtaka iðnaðarins við að kynna auglýsingu þeirra þar sem óskað er eftir samstarfsaðilum til að taka þátt í uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Gögnum á að skila fyrir 26. mars næstkomandi og voru félagsmenn hvattir til að gera slíkt. Bjarg auglýsir bæði eftir verktökum og birgjum og kom fram á fundinum að eins og stendur væru ekki margir búnir að sýna þessum verkefnum áhuga. Björn tók fram að þeir sem ekki taka þátt á þessum tímapunkti komi ekki til með að fá sendar verðkannanir frá Bjargi á síðari stigum máls.

Rekstrarsaga og áætlun um aðferðir, kostnað og verktíma

Í máli Björns kom fram að Bjarg leggi áherslu á að vinna með aðilum sem hafa rekstrarsögu og áætlun verktaka um aðferðir, kostnað og verktíma skipti máli þegar verktaki er að leggja fram sínar tillögur. Þá eru gerðar kröfur um að notast við BIM upplýsingalíkan við byggingu fasteignanna. Þetta er m.a. gert svo að hægt sé að nýta sér teikningarnar við viðhald á líftíma byggingarinnar. Einnig kom fram að Bjarg mun gera kröfur um keðjuábyrgð í öllum samningum við verktaka. Hvað innréttingar varðar í íbúðirnar sagði Björn að til standi að semja við við framleiðanda eða birgja innréttinga sem getur boðið leigjanda að bæta við t.d. fataskápum í herbergi íbúðanna á eins hagstæðu verði og Bjarg kaupir innréttingar á, en Björn nefndi það einnig að fataskápar væru ekki í herbergjum íbúðanna. 

Til upplýsinga þá er BIM skilgreint sem það ferli að hanna og stjórna upplýsingum í framkvæmd og búinn er til sýndarveruleiki af framkvæmd verkefnis, upplýsingum er svo hægt að deila milli aðila. 

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum. 

20190312_095311Sigurður Hannesson, framkvæmdstjóri SI.

20190312_085726Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs.

20190312_085831

20190312_085738

20190312_085749

20190312_085901

Fundur-12-03-2019

20190312_085935

Fundur-2-