Fréttasafn



15. feb. 2023 Almennar fréttir Menntun

Bláa lónið er Menntafyrirtæki ársins

Bláa lónið var valið Menntafyrirtæki ársins og var viðurkenningin afhent á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu í gær. Menntasprotann 2023 hlaut Vaxtarsprotar Orkuveitu Reykjavíkur. Það voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA og Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, sem afhentu viðurkenningarnar.

Á myndinni hér fyrir ofan eru talið frá vinstri Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Bláa Lónsins, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, og Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA. 

Á vef SA er hægt að nálgast frekari upplýsingar um viðurkenningarhafana: 

Bláa lónið - Menntafyrirtæki ársins.

Orkuveita Reykjavíkur - Menntasproti ársins.

Orkuveita-ReykjavikurViðurkenningarhafar Orkuveitu Reykjavíkur. 

Menntaverðlaun atvinnulífsins eru veitt á árlegum menntadegi atvinnulífsins. Þetta er í tíunda sinn sem dagurinn var haldinn. Yfirskrift menntadagsins að þessu sinni var Færniþörf á vinnumarkaði . Að deginum standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.