28. sep. 2018 Almennar fréttir

Bleika slaufan 2018 afhjúpuð í dag

Bleika slaufan 2018 verður afhjúpuð í Kringlunni í dag kl. 17 og á sama tíma verður opnuð ljósmyndasýning sem nefnist Bleik. 

Bleika-slaufan-2018Hönnuður bleiku slaufunnar í ár er Páll Sveinsson, gullsmíðameistari hjá Jóni og Óskari, en hann sigraði í samkeppni Krabbameinsfélagsins og Félags íslenskra gullsmiða um hönnun Bleiku slaufunnar en Félag íslenskra gullsmiða er aðili að Samtökum iðnaðarins. Páll hefur mikla reynslu í skartgripahönnun og smíði skartgripa og hefur starfað við fagið í 23 ár. Þetta er í sjöunda sinn sem Bleika slaufan er sett á markað. 

Ljósmyndasýningin Bleik byggir á persónulegum sögum tólf kvenna sem hafa greinst með brjósta- eða leghálskrabbamein. Ásta Kristjánsdóttir, ljósmyndari, Sóley Ástudóttir, förðunarfræðingur, Anna Clausen, stíllisti og Sigríður Sólan, blaðamaður, eiga veg og vanda að sýningunni sem stendur út októbermánuð.

Páll Sveinsson, gullsmíðameistari hjá Jóni og Óskari, hannaði Bleiku slaufuna í ár.





Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.