Fréttasafn2. okt. 2019 Almennar fréttir Framleiðsla

Bleika slaufan 2019

Bleika slaufan 2019 er hönnuð af Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur, skartgripa­hönnuði í AURUM Bankastræti, sem er aðili að Félagi íslenskra gullsmiðla. Í ár er Bleika slaufan í fyrsta sinn hálsmen. Blómin í hálsmeninu eiga að vísa til vellíðunar og jákvæðni en hringurinn táknar kvenlega orku og veitir vernd. Sala á slaufunni er hafin hjá söluaðilum og í vefverslun Krabbameinsfélagsins.

GudbjorgGuðbjörg Kristín Ingvarsdóttir skartgripahönnuður hjá AURUM hannaði Bleiku slaufuna í ár.