Fréttasafn10. okt. 2018 Almennar fréttir

Bleika slaufan úr gulli á uppboði

Hönnuður Bleiku slaufunnar í ár, Páll Sveinsson gullsmiður, hefur smíðað slaufuna úr 14 karata gulli í einu eintaki og verður hún boðin upp. Uppboðið hefst í dag og líkur næstkomandi föstudag. Af þessu tilefni er efnt til bleiks boðs hjá Jóni og Óskari á Laugavegi 61 í dag kl. 17-19 þar sem slaufan verður til sýnis.  

Í fréttatilkynningu Félags íslenskra gullsmiða segir að með þessu vonist félagið eftir að ná að safna enn hærri upphæð. Síðasliðin ár hefur Félag íslenskra gullsmiða verið í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands um hönnun og framleiðslu á Bleiku slaufunni. Markmiðið er að safna sem mestu til að leggja Krabbameinsfélaginu lið. Undanfarin ár hafa gullsmiðir smíðað Bleiku slaufuna í silfurútgáfu í takmörkuðu upplagi og hefur allur ágóði af þeirri slaufu runnið óskiptur til Krabbameinsfélagsins. Á þeim árum sem Félag íslenskra gullsmiða hefur verið í samstarfi við Krabbameinsfélagið hafa safnast hátt í tuttugu miljónir króna. 

Bleikt-bod