Fréttasafn15. jún. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Boðið upp á nám í tölvuleikjagerð hjá Keili

Nú er hægt að sækja sérhæft nám í tölvuleikjagerð á háskólastigi í samstarfi við íslenskan skóla. Það er Keilir sem býður upp á námsbrautina í samstarfi við norska skólann Noroff - School of technology and digital media. Um er að ræða BSc gráðu sem er tekin á þremur árum í fjarnámi hjá Noroff og með staðlotum hjá Keili.

Á vef Keilis segir að námið (Bachelor in Interactive Media - Games) leggi áherslu á hönnun og þróun leikja og undirbúi nemendur fyrir fjölbreytt störf leikjagerðarfólks, með það að markmiði að nemandinn öðlist faglegt forskot og fái innsýn í hlutverk leikjagerðar í afþreyingariðnaði og skapandi greinum.

Á vef Keilis er hægt að fá nánari upplýsingar.