Fréttasafn



26. okt. 2016

Borg Brugghús sigraði

Samtök iðnaðarins óska Borg Brugghúsi, sem er aðildarfyrirtæki SI, til hamingju með sigurinn í matarpörunarkeppni norrænna brugghúsa sem nefnist Bryggeribrak, sem fór fram í Ósló. 

Í keppninni voru bornir fram þrír réttir sem brugghúsin völdu eigin bjór með en keppt er um hvaða bjór passar best með hverjum rétti. Um 100 manns greiddu atkvæði í lokaviðureigninni. Bjórarnir sem Borg Brugghús notaði í keppninni voru Fjólubláa höndin, Leifur nr. 32, Gréta og Surtur nr. 38. 

Eftirtalin 24 brugghús hófu keppni sem endaði með sigri Borg Brugghúss: 7 Fjell, Aass, Amundsen, Austmann, Badin, EGO, Grim & Gryt, Haandbryggeriet, Kinn, Lervig, Nögne Ö, ODE Mikrobryggeri, Ringnes, St. Hallvards, Voss Bryggeri, Ægir, Gotlands bryggeri, Stigberget, Malmgard, Amager Bryghus, Munkebo Mikrobyg, Borg Brugghús, Dugges og Svaneke. 

Á mbl.is er umfjöllun um sigurinn þar sem haft er eftir Óla Rúnari Jónssyni, verkefnastjóra hjá Borg, að liðið hafi við upphaf keppninnar alls ekki búist við að vinna. „Þetta er alveg gríðarlegur heiður. Okkur fannst nógu tilkomumikið að fá að taka þátt. Við bjuggumst aldrei við því að vinna þetta,“ segir Óli í samtali við mbl.is.