Fréttasafn



2. nóv. 2021 Almennar fréttir

Brandr kallar eftir tilnefningum á vörumerkjum

Almenningur getur  tekið þátt í að senda inn tilnefningar á vörumerkjum sem hafa staðið upp úr á árinu 2021 hjá brandr sem veitir viðurkenningar í fjórum flokkum. Kallað er eftir ábendingum frá almenningi og valnefnd sem skipuð er sérfræðingum úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, er meðal þeirra sem sitja í valnefndinni. 

Tilnefningar hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar og byggir ferlið á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju líkt og segir á vefsíðu brandr. Með vali á bestu íslensku vörumerkjunum 2021 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. 

Þeir fjórir flokkar sem veittar eru viðurkenningar fyrir eru vörumerki á fyrirtækjamarkaði B2B með starfsfólk 50 eða fleiri og 49 eða færri og vörumerki á einstaklingsmarkaði B2C fyrir vörumerki 50 eða fleira starfsfólk og 49 eða færri. Á síðasta ári hlutu eftirfarandi vörumerki viðurkenningu: Alfreð, Meniga, Omnom og 66N.

Hér er hægt að senda inn tilnefningar.