Fréttasafn18. jún. 2018 Almennar fréttir Menntun

Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík brautskráði 591 nemanda við hátíðlega athöfn í Hörpu um helgina. 390 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 199 úr meistaranámi og tveir nemendur útskrifuðust með doktorsgráðu. Í útskriftarhópnum voru 271 konur og 320 karlar.

Flestir luku námi frá frá tækni- og verkfræðideild háskólans, eða 214 nemendur, þar af 79 með meistaragráðu. Frá viðskiptadeild háskólans útskrifuðust 211 nemendur, þar af 95 með meistaragráðu. Tölvunarfræðideild útskrifaði 120 nemendur, þar af 7 með meistaragráðu og tvo með doktorsgráðu. Lagadeild útskrifaði 46 nemendur, þar af 18 með meistaragráðu.

Eftirtaldir dúxar í tækni- og verkfræðideild HR hlutu viðurkenningu frá Samtökum iðnaðarins: Sigurður Davíð Stefánsson - BSc í rekstrarverkfræði, Saulius Genutis - MSc í rafmagnsverkfræði, Arnþór Gíslason - BSc í rafmagnstæknifræði og Hermann Jónatan Ólafsson - diploma í byggingariðnfræði. 

Hér er hægt að horfa á upptöku frá brautskráningunni.