BREXIT - rafrænn fundur
Félagsmönnum Samtaka iðnaðarins stendur til boða að sitja rafrænan fund vegna BREXIT miðvikudaginn 9. desember kl. 09.00-12.00.
Aðlögunartímabilinu, sem fylgdi brottför Bretlands úr Evrópusambandinu fyrr á þessu ári lýkur 31. desember 2020. Það þýðir að fjöldi nýrra formsatriða og eftirlitsferla tekur gildi 1. janúar 2021. Á fundinum verða meðal annarra Stella Jarvis, forstöðumaður breska landamærahópsins og siðareglna, og Judith Gough, sendiherra í Svíþjóð og forstöðumaður „Nordic Baltic Network“. Á fundinum verða einnig breskir embættismenn frá ýmsum ríkisdeildum sem munu svara lykilspurningum frá fyrirtækjum í ESB og EES/EFTA löndunum.
Á þessum hlekk er hægt að fá frekari upplýsingar og skrá sig á fundinn: https://eu.eventscloud.com/ehome/200216145