10. des. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Menntun

Breytingar á námi í prent- og miðlunargreinum

Skólameistari Tækniskólans Hildur Ingvarsdóttir, formaður GRAFÍU Georg Páll Skúlason og stjórnarformaður Prentmet Odda  og fulltrúi SI í starfsgreinaráði Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir hafa skrifað undir yfirlýsingu um að vinna í sameiningu að þróun og breytingum á námi í prent- og miðlunargreinum.

Í tilkynningu kemur fram að skrifað hafi veirð undir samstarfsyfirlýsinguna í nýju húsnæði greinanna í Vatnsholti. Á sama tíma hafi staðið yfir glæsileg útskriftarsýning nemenda í grafískri miðlun og prentun og því gott tilefni til að fagna. Markmið breytinganna sé að fjölga nemendum í prent- og miðlunargreinum og auka fagþekkingu til framtíðar.

Þá kemur fram að helstu breytingar sem stefnt sé að sé að sameina allar faggreinar prent- og miðlunargreina undir einu starfsheiti, Grafískur miðlari. Nemendur fái sama grunn en velji svo áherslu á prentun, prentsmíði eða bókband, sem þjálfist svo enn frekar á vinnustað. Nemendur sem taki sveinspróf í faginu öðlast réttindi til að starfa í grafískum greinum og tækifæri til þess að sérhæfa sig á því sviði sem þeir kjósi. Með fyrirhuguðum breytingum sé brugðist við þörf atvinnulífsins fyrir meiri fagþekkingu og hæfni til þess að starfa á breiðara sviði í prentgreinum. Einnig segir að stefnt sé að því að ný námsskrá verði tilbúin haustið 2025. 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, Hildur Ingvarsdóttir og Georg Páll Skúlason.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.