Fréttasafn  • Borgartún 35

19. jan. 2015 Lögfræðileg málefni

Breytingar á ýmsum sköttum og gjöldum

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman meðfylgjandi yfirlit yfir helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi nú um áramótin og hafa áhrif á félagsmenn. Ekki er um endanlega upptalningu að ræða og er þeim sem vilja kynna sér málið frekar bent á vefi alþingis og ríkisskattstjóra.

 

Virðisaukaskattur. Efra skattþrep skattsins lækkar úr 25,5% í 24% en lægra þrepið hækkar úr 7% í 11%.

 

Endurgreiðsla vsk. af vinnu á byggingastað vegna nýbygginga, viðhalds og endurbóta.  Endurgreiðslan lækkar úr 100% í 60% og á nú aðeins íbúðarhúsnæði ekki frístundahús eða húsnæði í eigu sveitafélaga.  Vsk. vegna vinnu hönnuða og eftirlitsaðila verður ekki  endurgreiddur eftir 1. janúar.  Áréttað skal að hægt verður allt árið 2015 að sækja um endurgreiðslur á vsk. skv. eldri reglum ef verkið hefur verið unnið fyrir síðast liðin áramót og reikningur dagsettur 2014.

 

Vörugjöld.  Um áramótin féllu niður öll vörugjöld nema á áfengi, tóbaki, eldsneyti og bifreiðum.  15% vörugjald voru lagt á margar byggingavörur en þó ekki allar. T.d. voru vörugjöld á gipsplötum en ekki spónaplötum.  Hreinlætis og blöndunartæki, gólfefni voru með vörugjaldi. 

 

Tryggingagjald lækkar úr 7,59% í 7,49%

 

Persónuafsláttur verður kr. 50.902 á mánuði.  Skattleysismörk eru því kr. 135.384.  Skattleysismörk með lífeyrisjóði verða 142.153 á mánuði.

 

Tekjuskattur einstaklinga verður sem hér segir:

 

  1. Þrep: laun kr.  0-309.140             staðgreiðsluprósenta      37.30%

  2. Þrep: laun kr. 309.141 – 836.403         staðgreiðsluprósenta      39.74%

  3. Þrep: laun yfir kr. 836.404           staðgreiðsluprósenta      46,24%

 

Reiknað endurgjald.  Maður sem vinnur við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfssemi, eða telst vera með ráðandi stöðu í atvinnurekstri skal reikna sér ákveðið lágmarks endurgjald sem er mismunandi eftir starfsstéttum.  Sem dæmi má nefna að iðnaðarmenn skulu vera á bilinu 262.000-433.000.

 

Tekjuskattur fyrirtækja.  Félög með takmarkaða ábyrgð og samvinnufélög greiða 20% en aðrir lögaðilar 36%.

 

Fjármagnstekjuskattur.  Skatturinn er 20% og undir hann fellur einnig söluhagnaður af sölu hlutabréfa.

Útvarpsgjald verður 17.800