Fréttasafn



15. sep. 2025 Almennar fréttir Menntun

Brottfall í iðnnámi tengist plássleysi

Brottfall í iðnnámi tengist plássleysi frekar en vilja nemenda til að klára segir Hulda Birna Baldursdóttir Kjærnested, sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá SI, meðal annars í hlaðvarpi Ásgarðs um skólamál þar sem umræðuefnið er gæðamál í íslenska framhaldsskólakerfinu. 

Í hlaðvarpinu er rætt um ytra og innra mat skóla í kerfinu og um samfellu milli skólastiga. Í máli sínu leggur Hulda Birna áherslu á að grunnurinn að góðu gæðamati byrji á aðstöðu og aðbúnaði í skólum og að nemandinn þurfi ávallt að vera í fyrsta sæti.

Einnig bendir hún á mikilvægi þess að samræma einingakerfi milli skóla og hæfniþrep til að nýta fjármagn sem best. Hún talar um að hefja þyrfti snemma markvissa uppbyggingu í STEAM-greinum eða strax í leik- og grunnskólum og tryggja aukið framboð námsplássa í iðn- og verknámi framhaldsskóla. Að hennar mati eru þetta lykilatriði til að efla gæði og styrkja framtíð íslenska menntakerfisins.

Hér er hægt að nálgast hlaðvarp Ásgarðs.