Fréttasafn12. des. 2022 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Byggingarleyfisumsóknir orðnar rafrænar hjá Reykjavík

Umsóknir um byggingarleyfi eru orðnar rafrænar hjá Reykjavíkurborg frá og með deginum í dag. Skráningin byggir á umsóknargátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Þar er hægt að fylla út umsóknina rafrænt og hlaða upp fylgiskjölum.

Í tilkynningu segir að við þessi umskipti verði starfsemi byggingarfulltrúa takmörkuð í nokkra daga. Næsti afgreiðslufundur verði haldin á morgun, 13. desember, en næsti fundur verði felldur niður, 20. desember. Næsti afgreiðslufundur þar á eftir verði haldinn 10. janúar 2023. Ef umsækjendur lenda í vandræðum er gefinn kostur á að senda fyrirspurn á upplysingar@reykjavik.is eða hringja  í þjónustuveri borgarinnar í síma 411-1111.

Hér er hægt að sækja um byggingarleyfi.

Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar við skil á umsókn í HMS umsóknargátt.

Hér er hægt að nálgast kynningarfund um rafrænar byggingarleyfisumsóknir:

https://vimeo.com/779887872