Fréttasafn



22. maí 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Byggingarmeistarar í Vestmannaeyjum funda

Góð mæting var á aðalfund Meistarafélags byggingariðnaðarmanna í Vestmannaeyjum sem haldinn var í vikunni. Á fundinum kom fram mikill áhugi á frekara starfi tengdu mannvirkjagerð í Vestmannaeyjum. Einnig var töluverð umræða um hvernig auka megi endurmenntun í mannvirkjagerð. Á fundinum var Sigurður Oddur Friðriksson kosinn formaður félagsins. 

Á myndinni eru fulltrúar aðildarfyrirtækja í Meistarafélagi byggingariðnaðarmanna í Vestmannaeyjum ásamt fulltrúum Samtaka iðnaðarins, talið frá vinstri, Friðriki Á. Ólafssyni, viðskiptastjóra byggingariðnaðar á mannvirkjasviði SI, Þórður Svansson, Guðjón Grétarsson, Þorsteinn Finnbogason, Sigurður Oddur Friðriksson, Halldór Hjörleifsson, Ársæll Sveinsson, Kristjáni Daníel Sigurbergssyni, viðskiptastjóra á mannvirkjasviði SI, Marinó Sigursteinsson og Einar Birgir Einarsson.