Fréttasafn



25. mar. 2015 Orka og umhverfi

Clean Tech Iceland á Grænum dögum í HÍ

CleanTech Icleand tekur þátt í Grænum dögum í Háskóla Íslands og kynnir starfsemi félagsins og fyrirtækjanna í hópnum. GAIA, fé­lag meist­ara­nema í um­hverf­is- og auðlinda­fræðum við Há­skóla Íslands, stend­ur fyr­ir Græn­um dög­um í skól­an­um dag­ana 25. til 27. mars. Græn­ir dag­ar eru röð viðburða og er ætlað að stuðla að vit­und­ar­vakn­ingu um ýmis aðkallandi um­hverf­is­mál.

Þemað í ár er sjór­inn og þær um­hverf­isógn­ir sem að hon­um steðja. „Ábyrgð, skiln­ing­ur og góð um­gengni gagn­vart haf­inu og líf­ríki þess er eitt­hvað sem skipt­ir okk­ur á Íslandi miklu máli,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá GAIA. Meðal at­b­urða eru fyr­ir­lestr­ar, pall­borðsum­ræður, bíó­sýn­ing og bar-svar.