Fréttasafn27. mar. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Dagur byggingariðnaðarins á Akureyri 14. apríl

Dagur byggingariðnaðarins verður haldinn á Akureyri 14. apríl næstkomandi. Efnt er til sýningar í Hofi auk þess sem fyrirtæki sem tengjast byggingariðnaði verða með opið hús hjá sér þann dag. Að deginum standa Akureyrarbær, Meistarfélag byggingamanna á Norðurlandi, Samtök iðnaðarins og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.

Á sjónvarpsstöðinni N4 er viðtal við Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóra byggingariðnaðar á mannvirkjasviði SI, þar sem hann segir meðal annars frá deginum. 

Hér er hægt að horfa á viðtalið við Friðrik.

Byggingadagar