Dagur prents og miðlunar haldinn fimmta árið í röð
Dagur prents og miðlunar verður haldinn 25. janúar næstkomandi í fimmta sinn í fræðslusetri IÐUNNAR í Vatnagörðum 20. Það er IÐAN, Grafía og Samtök iðnaðarins sem standa að deginum. Að venju verður boðið upp á fræðsludagskrá milli kl. 15 og 18 og á sama tíma verður sýning birgja. Skemmtidagskrá hefst síðan kl. 18.00 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar.
Hér er viðburðurinn á Facebook.
Myndin hér fyrir ofan er tekin á sambærilegum degi á síðasta ári.