Fréttasafn



13. jan. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Dagur prents og miðlunar haldinn í sjötta sinn

Dagur prents og miðlunar verður haldinn föstudaginn 17. janúar í húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs að Vatnagörðum 20 í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem dagurinn er haldinn og líkt og áður er blandað saman fræðslu og skemmtun. Dagurinn hefst kl. 15.00 með fyrirlestrum í þremur stofum. Þá opnar líka birgjagólf þar sem fyrirtæki tengd prentiðnaði sýna tæki og hráefni. Að lokinn fræðsludagskrá kl. 18.10 verður Ari Eldjárn með uppistand síðan er boðið upp á léttar veitingar með taktfastri tónlist.

Myndin hér fyrir ofan var tekin á Degi prents og miðlunar 2019. 

Á vef Iðunnar eru frekari upplýsingar.

DPM_Dagskrarpostur