Fréttasafn



29. mar. 2023 Almennar fréttir Mannvirki

Dagur stafrænnar mannvirkjagerðar

BIM Ísland efnir til ráðstefnu um stafræna mannvirkjagerð í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 11. maí kl. 9.00. Á ráðstefnunni munu erlendir fyrirlesarar fjalla um hvernig hægt er að auka virðissköpun og hagræða í hönnun, framkvæmdum og rekstri mannvirkja með áherslu á sjálfbærni, stjórnsýslu og tækninýjungum framtíðarinnar. Ráðstefnan er fyrir alla aðila í mannvirkjagerð; hönnuði, verktaka, verkkaupa, rekstraraðila og aðra sérfræðinga.

Á vef BIM Ísland segir að gert sé ráð fyrir rúmlega 200 gestum sem eiga það sameiginlegt að vilja kynna sér allt sem viðkemur stafrænni mannvirkjagerð. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða fjölbreyttir erlendir aðilar sem koma að stafrænni mannvirkjagerð og mun innviðaráðherra ávarpa ráðstefnuna. 

Miðaverð á ráðstefnuna er 18.900. kr. Hér er hægt að kaupa miða. Innifalið í miðaverði er morgunverður, hádegisverður og síðdegiskaffi. Ráðstefnunni lýkur með kokteilboði.

BIM Ísland eru félagasamtök aðila sem koma að hönnun, framkvæmd, rekstri og eignaumsýslu mannvirkja. Markmið félagsins er að hvetja til stöðugra umbóta í notkun BIM og stafrænnar tækni til aukinna gæða og hagræðingar á líftíma mannvirkja. Á síðustu árum hefur BIM Ísland undirbúið samræmt verklag fyrir BIM verkefni á Íslandi sem hægt væri að nota sem grundvöll að heildstæðari BIM innleiðingu og tæknibyltingu í íslenskri mannvirkjagerð. BIM Ísland er tilbúið að taka þá í samtali um tækifærin sem felast í aukinni notkun BIM og annarrar tækni á íslenskum markaði.