Fréttasafn



19. sep. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Danskir grunnskólanemar kynnast mannvirkjagerð á verkstað

Fulltrúar systursamtaka Samtaka iðnaðarins á Norðurlöndunum sem starfa í tengslum við menntun í mannvirkjagerð komu saman dagana 10.-13. september síðastliðinn í Danmörku. Um er að ræða árlegan fund þar sem megintilgangurinn er að skiptast á upplýsingum um stöðu menntamála í mannvirkjagerð og endurmenntun og upplýsa hvað hvert land er að gera til að hvetja ungt fólk til náms í þessari atvinnugrein. 

Meðal þess sem skoðað var eru svokölluð „Byggeboxen“ en þar er nemendum grunnskóla boðið að koma í sérstaka kennslustofu sem sett hefur verið upp á verkstað og fá nemendur fræðslu um hvernig staðið er að nýframkvæmdum. Nemendur fá kynningu á bæði hönnun og framkvæmd en allir leiðbeinendur eru annaðhvort nemar eða nýútskrifaðir í hönnun og iðngreinum og er þetta mjög vinsælt meðal grunnskólanemendann.

Iðnskóli á hjólum

Þá heimsóttu fulltrúarnir nokkurskonar iðnskóla sem er á hjólum en um er að ræða tvo gríðarlega stóra „trailerar“ með gámum fullum af nýjustu tækjum og tólum sem notuð eru til kennslu. Þetta er átak sem danska menntamálaráðuneytið ákvað að ráðast í og er hugsunin sú að frekar en að hver og einn skóli sé að kaupa nýjustu tæki og tól þá flakki þeir á milli skólanna um allt land.

Fundur-10-09-2019-1-

Fundur-10-09-2019-2-

Fundur-10-09-2019-3-

Fundur-10-09-2019-4-