Fréttasafn



1. jún. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Málarameistarafélagið

Danskir málarameistarar í heimsókn á Íslandi

Málarameistarafélagið fékk heimsókn frá Dansk Industri Byggeri Malersektion dagana 25.-27. maí þar sem fundað var um staðlaða verksamninga, undirbúning málningarþátta við mannvirkjagerð og almennar efnahagshorfur í greininni. DI Byggeri Malersektionen hefur staðið að gerð bæklingsins ,,Sjónrænt mat á málningarvinnu“ sem Málarameistarafélagið fékk að þýða yfir á íslensku árið 2021 til nota fyrir íslenskan markað. Um er að ræða leiðbeiningar um hvernig á að meta málningarvinnu á ólíku undirlagi.

Eftir fundinn var farið í heimsóknir á nokkra verkstaði. Farið var í heimsókn á gamla hótel Sögu sem verið er að breyta í stúdentaíbúðir en Litagleði er með verkefni um utanhússmálningu þar. Einnig var farið á Dalveg þar sem Malco ehf. er með verkefni. Eftir það var farið í heimsókn í Málningu þar sem tekið var vel á móti gestunum og framleiðsluferlin skoðuð.

Þá var farið í sameiginlega skoðunarferð að Deildartunguhver, í Víðgelmi, að Hraun- og barnafoss og upp á Langjökul í manngerðu ísgöngin.  

Mynd4_1685539834918Fundur hjá SI í Húsi atvinnulífsins.

Mynd2_1685539863755Heimsókn í Málningu.

Mynd3_1685539884607Heimsókn í Víðgelmi.

Mynd5_1685611418309Í ísgöngunum.