Fréttasafn



23. nóv. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Dóra gullsmiður fagnar 90 ára afmæli sínu

Dóra Jónsdóttir, gullsmiður í Gullkistunni við Frakkastíg, fagnaði 90 ára afmæli sínu síðastliðinn laugardag 21. nóvember.  Í tilefni þess færðu Árni Sigurjónsson, formaður SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Dóru blómvönd frá Samtökum iðnaðarins. 

Saga verkstæðis Gullkistunnar er rakin til 1870. Árið 1970 tók Dóra við rekstrinum af föður sínum, Jóni Dalmannssyni, sem hún lærði hjá og við Kunstfackskolan í Stokkhólmi og Vereinigte Goldschmiede- und Kunstgewerbeschule í Pforzheim í Þýskalandi. 1976 flutti fyrirtækið að Frakkastíg 10 þar sem það er til húsa núna. Fyrirtækið hefur alltaf boðið upp á fjölbreytt úrval af þjóðbúningasilfri og unnið er meðal annars eftir gömlum munstrum sem enn er farið eftir.

Sigurður Hannesson, Dóra Jónsdóttir og Árni Sigurjónsson.