Fréttasafn



25. nóv. 2016 Almennar fréttir

Drög að reglugerð um íslenska fánann til umfjöllunar

Samtök iðnaðarins standa fyrir fundi um drög að reglugerð um notkun íslenska fánans þriðjudaginn 29. nóvember kl. 15.00 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35, í fundarsalnum Kviku á 1. hæð. 

Drög að reglugerð um notkun þjóðfána Íslendinga við markaðssetningu á vöru og þjónustu hafa nú verið birt á vef innanríkisráðuneytisins. Hægt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin til og með 5. desember næstkomandi. Tilgangur fundarins á þriðjudaginn er að fræða félagsmenn SI um lögin og reglugerðina og að fá fram sjónarmið sem þurfa að koma fram í umsögn samtakanna.