Fréttasafn14. okt. 2021 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Efla samstarf í grænum lausnum milli þjóðanna tveggja

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, flutti ávarp að viðstöddum krónprinsi Danmerkur sem staddur var á Íslandi með danskri sendinefnd til að ræða sjálfbær orkuskipti og grænar lausnir. Viðburðurinn var haldinn í Grósku. Auk Sigurðar og krónprinsins fluttu ávörp Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, og Thomas Bustrup, framkvæmdastjóri Dansk Industri. Hildur Árnadóttir, formaður Íslandsstofu, stýrði fundinum.

Í ávarpi sínu sagði Sigurður að áskoranirnar væru miklar vegna loftslagsbreytinganna en á sama tíma skapist tækifæri. Hann sagði græna umbreytingu vera svar heimsins við loftslagsbreytingunum, það hefði hafist fyrir nokkrum árum og verði í brennidepli næstu áratugina. Það sé knúið áfram af orkuskiptum og nýsköpun sem leiði til nýrra lausna sem dragi úr kolefnisútblæstri. 

Sigurður sagði Ísland eiga langa sögu í virkjun endurnýjanlegrar orku, orkuskipta og grænnar nýsköpunar sem byggist á endurnýnanlegum auðlindum. Það hafi verið löngu áður en nokkur vissi um loftslagsbreytingar og áskoranir þessarar aldar. Þess vegna væri Ísland einstakt dæmi um þróun endurnýjanlegrar orku og grænnar tækni. Hann sagði að á Íslandi væru fyrirtæki sem væru í forystu á sínu sviði og tækni þeirra gæti hjálpað öðrum að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. 

Í ávarpi Sigurðar kom fram að samstarf hins opinbera og atvinnulífsins væri lykillinn að árangri á þessu sviði og nefndi hann State of Green í því samhengi. Hann sagði það vera innblástur að sjá hvernig Danmörk markaðssetur sérfræðikunnáttu sína og hvernig það hafi orðið mikilvægur hluti af dönsku efnahagslífi, sem væri hægt að læra margt af. 

Þá nefndi Sigurður að stofnun Green by Iceland árið 2019 hafi verið innblásin af göngu danska krónprinsins með forseta Ísland um sýningarrými State of Green árið 2017. Green by Iceland sé ætlað að segja söguna af orkuskiptum á Íslandi og kynna grænar lausnir. Hann sagði Íslendinga og Dani geta lært af hvorum öðrum til að ná enn frekari árangri á þessu sviði og aðstoða aðra við að ná markmiðum sínum. Það væri mikilvægt að byggja upp sterk tengsl og samstarf milli Samtaka iðnaðarins og Dansk Industri líkt og milli Green by Iceland og State of Green. Hann sagði viðburðinn vonandi verða til þess að efla samstarfið milli þjóðanna tveggja, þjóða sem deili langri sögu nú þegar, auk þess að koma saman dönskum og íslenskum fyrirtækjum. 

Myndir/Birgir Ísleifur.

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir.

Danish_crown_prince_groska_print-12Friðrik krónprins Danmerkur.

Danish_crown_prince_groska_print-10Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Danish_crown_prince_groska_print-19Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Danish_crown_prince_groska_print-15Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.

Danish_crown_prince_groska_print-18Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur.

Danish_crown_prince_groska_print-20Thomas Bustrup, framkvæmdastjóri Dansk Industri.

Danish_crown_prince_groska_print-6Hildur Árnadóttir, formaður Íslandsstofu.

Danish_crown_prince_groska_print-7

Danish_crown_prince_groska_print-13

Danish_crown_prince_groska_print-11

Danish_crown_prince_groska_print-53


Móttaka í danska sendiráðinu

Efnt var til móttöku í danska sendiráðinu með krónprinsinum og fylgdarliði hans síðdegis. 

Myndir/Birgir Ísleifur.

Crown_prince_danish_embassy_print-27

Crown_prince_danish_embassy_print-63

Crown_prince_danish_embassy_print-7

Crown_prince_danish_embassy_print-24

Crown_prince_danish_embassy_print-29

Crown_prince_danish_embassy_print-31

Crown_prince_danish_embassy_print-32

Crown_prince_danish_embassy_print-33

Crown_prince_danish_embassy_print-56

Crown_prince_danish_embassy_print-58