Fréttasafn15. okt. 2021 Almennar fréttir Mannvirki

Efla sýnir frá starfsemi sinni á Instagram

Í tilefni af umhverfismánuði atvinnulífsins taka félagsmenn Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka að yfir Instagram hjá SA. Í dag sýna félagsmenn Samtaka iðnaðarins, EFLA, frá sinni starfssemi.

Á myndinni eru Snjólaug, Daði Baldur, Lára og Alexandra frá EFLU sem taka yfir Instagram reikning SA og leyfa fólki að skyggnast bakvið tjöldin í vinnunni og sjá þau verkefni sem unnið er að. Hjá EFLU er rík áhersla lögð á að veita ráðgjöf þar sem sjálfbærni, samfélagsleg ábyrgð og virðing fyrir samfélagi og umhverfi er höfð að leiðarljósi.


https://www.instagram.com/p/CVAw745owIe/