Fréttasafn26. okt. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun Orka og umhverfi

Efla þarf hugverkaiðnað enn frekar

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, ræðir í hlaðvarpi Þjóðmála um mikilvægi hugverkaiðnaðarins í íslensku hagkerfi og þau forgangsmál sem bíða nýrrar ríkisstjórnar til að efla hann enn frekar.

Einnig fer Sigríður inn á það hversu mikilvægar endurgreiðslur til rannsóknar og þróunar eru, nauðsyn þess að laða að erlenda fjárfestingu til landsins og ekki síður erlenda þekkingu inn í íslensk fyrirtæki. Þá koma tækifærin í orkusæknum iðnaði til umræðu í hlaðvarpsþættinum ásamt umhverfis- og loftslagsmálum í tengslum við iðnað hér á landi.

Þjóðmál, 26. október 2021.