Fréttasafn19. feb. 2021 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Eitt öflugt innviðaráðuneyti eina vitið

Í umræðum á fundi SI og FRV um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi sem sendur var beint út frá Norðurljósum í Hörpu tók samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, undir orð Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra SI, um eitt öflugt innviðaráðuneyti. Framkvæmdastjóri SI sagði í umræðunum: „Við höfum talað mjög mikið fyrir því um nokkurra ára skeið að það ætti að færa byggingarmálin og færa skipulagsmálin inn í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið þannig að til yrði eitt öflugt innviðaráðuneyti.“ Ráðherra svaraði því til að þetta sé auðvitað eina vitið. „Að það er þegar að sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytið verður, það er búið að vera að splitta þetta upp fram og til baka. Ég held að við séum komin með ágætis hugmynd og þar inni eiga að vera þessir innviðir samfélagsins, þeir eru svo beintengdir.“

Hér er hægt að nálgast upplýsingar frá fundinum.

Hér er hægt að nálgast upptöku fundarins:

https://vimeo.com/510320687