Fréttasafn7. nóv. 2023 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Starfsumhverfi

Eitthvað skakkt við að lóðir séu tekjustofn fyrir sveitarfélög

Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks og formaður Mannvirkjaráðs SI, segir í Silfrinu á RÚV skýringa á auknum húsnæðiskostnaði íslenskra heimila megi rekja til þess að lóðir eru orðnar tekjustofn fyrir sveitarfélög. Hann segir lóðir hafa orðið einhverskonar markaðsvara upp úr aldamótum en áður hafi lóðum verið úthlutað til þeirra sem ætluðu sér að byggja á þeim. „Upp úr 2000 breyttist húsnæðismarkaður á Íslandi. Þá fóru lóðir að verða einhvers konar markaðsvara. Þarna er bara eitthvað skakkt í kerfinu. Það vakti athygli mína í skýrslu HMS að árið 2000 hafi Ísland verið langneðst samanburðarlanda hvað snertir húsnæðiskostnað heimila. Nú held ég að Ísland sé næst hæst.“ Gylfi segir það eina af nokkrum grunnskyldum sveitarfélaga að tryggja fólki húsnæði og spyr hvort ekki sé önnur leið til tekjuöflunar en gegnum þessa grunnþörf fólks.

Hér er hægt að horfa á þáttinn.

RÚV, 6. nóvember 2023.

RUV-06-11-2023Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbanka, Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, Bergsteinn Sigurðsson, þáttastjórnandi, Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.