Ekkert virði í raforku nema hún sé nýtt
Raforkuframleiðendur á Íslandi eru að fá gott verð fyrir orkuna sem seld er til gagnavera. Þetta segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, í þættinum Hádegið á RÚV, þar sem rætt var um gagnaversiðnaðinn, rafmyntir og erlenda fjárfestingu. Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að sala á raforku til gagnavera sé orkusóun. Sigríður segir að ekkert virði sé í orkunni nema hún sé nýtt og að gagnaversiðnaður skapi um 10 milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári. Hún segir að gagnaverin greiði jafnframt gott verð fyrir raforkuna og þau raforkukaup ásamt gjaldeyristekjum gagnaversiðnaðar sé verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið.
Í viðtalinu við Sigríði kemur einnig fram að Ísland standi ekki vel hvað varðar erlenda fjárfestingu. Snúa þurfi því við og sækja erlenda fjárfestingu markvisst. Hér sé mikið atvinnuleysi og aukinni fjárfestingu fylgi þekking, verðmætasköpun og ný störf verði til ásamt því að útflutningstekjur þjóðarbúsins aukist til framtíðar
Á vef RÚV er hægt að hlusta á viðtalið við Sigríðir frá mínútu 43.