Fréttasafn



26. maí 2020 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Ekki mikill áhugi á brúarlánum

Í fréttum RÚV er fjallað um brúarlán sem eru meðal efnahagslegra úrræða ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19. Rætt er við Sigurð Hannesson, formann Samtaka iðnaðarins, sem segist ekki skynja mikinn áhuga á úrræðinu meðal sinna félagsmanna. Hann hafi ekki sérstaka skýringu á því, hugsanlega væri þörfin ekki mikil, úrræðið væri enn lítið kynnt og skilyrðin óskýr.

Einnig er rætt við Jóhannes Þór Skúlason, formann Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem er sama sinnis, áhuginn væri lítill meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þá segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bagalegt að liðnar séu 9 vikur frá því úrræðið var kynnt og ekki sé enn ljóst hvenær fyrirtæki geti nýtt sér það né hver útfærslan verði. Tilgangurinn með brúarlánum hafi verið að fleyta fyrirtækjum yfir erfiðasta hjallann í lausafjárvanda sem skapist vegna faraldursins og því sé tíminn þar mikilvæg breyta.

RÚV, 26. maí 2020.