Fréttasafn



5. jún. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Tannsmiðafélag Íslands

Elsti starfandi tannsmiður landsins

Sigurður Einarsson er elsti starfandi tannsmiður landsins en hann hefur unnið sem slíkur í rúm sextíu ár og hlaut nýverið heiðursverðlaun Tannsmiðafélags Íslands á áttatíu ára afmæli sínu. Á Vísi er viðtal Írisar Hauksdóttur við Sigurð sem þakkar skólakerfinu fyrir að hafa leitt sig inn á þessa braut en hann var síendurtekið rekinn úr skóla sem barn og unglingur. Spurður fyrir hvað segir Sigurður það hafi verið mest fyrir ekki neitt. „Í þá tíð voru skólastjórar alltaf karlkyns og afsöluðu sér allri ábyrgð á að krökkum sem hafði verið vísað úr skóla kæmust að annarstaðar. Í dag er þetta mjög breytt. Það veit ég frá fyrstu hendi því dóttir mín er starfandi kennari.“ 

Þegar Sigurður er spurður hvað hann ætli að vinna lengi svarar hann: „Ég segi oft að á meðal eftirspurnin er enn til staðar geri ég það. Hún hefur verið feikinóg og ég hef frekar þurft að hrinda frá mér frekar en hitt.“

Á vef Vísis er hægt að lesa viðtalið við Sigurð.

Vísir, 3. júní 2023.

Myndin er tekin þegar Sigurður Einarsson var heiðraður á aðalfundi Tannsmiðafélags Íslands.