Fréttasafn15. apr. 2020 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Engin innkoma og reikningar hlaðast upp

Rætt var við Agnesi Ósk Guðjónsdóttur, varaformann Félags íslenskra snyrtifræðinga og eiganda snyrtistofunnar GK í Mosfellsbæ, í fréttum Stöðvar 2 þar sem hún segir að þrátt fyrir að banni verði aflétt á starfsemi snyrtistofa í byrjun maí verði erfitt að vinna sig upp úr tekjutapinu. „Að sjálfsögðu verður þetta bara mjög mikil áskorun. Af því að þegar við megum byrja að vinna aftur verða reikningar búnir að hlaðast upp í þennnan tíma og engin innkoma hefur komið á móti til að borga af þessu.“  

Þegar Agnesi verður aftur heimilt að opna snyrtistofuna mun lokunin hafa staðið yfir í sex vikur. Hún segist hafa saknað þess að tekið væri utan um stétt sem hafi verið bannað að vinna. „Þessi 25% regla, það er erfitt að greiða 25% laun starfsmanna þegar er engin innkoma. Við vonumst til þess að við verðum tekin inn eins og hinar karllægu stéttirnar í allir vinna. Annað hvort með því að það verði endurgreiðsla virðisaukaskatts upp á það að hvetja fólk til að sækja okkar þjónustu eða að styrkir verði veittir til fyrirtækjanna.“

Á vef Vísis er hægt að horfa á frétt Stöðvar 2 í heild sinni.

Stod-2-14-04-2020