Er erlend fjárfesting á Íslandi blessun eða böl?
Samtök iðnaðarins, Íslandsstofa og Samtök atvinnulífsins standa fyrir opnum morgunverðarfundi um erlendar fjárfestingar miðvikudaginn 15. febrúar á Grand hótel Reykjavík kl. 8.30-10. Fundarstjóri er Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI. Spurt er hvort erlend fjárfesting á Íslandi sé blessun eða böl.
DAGSKRÁ
- Ávarp ráðherra - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðmála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
- Hvað finnst Íslendingum um erlenda fjárfestingu á Íslandi? - Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu
- Er eftirsóknarvert að vera eyland? - Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA
- Alþjóðavæðing í báðar áttir - Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI
- Umræður - Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður fjárfestingarsviðs Íslandsstofu, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður.
Aðgengi að erindum frummælanda á vef SA.